Góðar minningar...

Við minntust 75 ára afmælis mömmu í gær. Ég segi eins og Þórdís systir mín, ég er ekki viss um að mamma hefði kært sig um að verða svo gömul né að heilsan hefði verið til fyrirmyndar. Móðir mín gerði allt með tilþrifum og á sínum forsendum. Hún var sátt við líf sitt og átti mikið af góðum vinum og kunningjum. Eins og mér fannst mamma vera mér erfið sem barni, þá var hún einstök “táningamamma”. Henni fannst við systkinin vera mjög skemmtileg á unglingsárunum og eyddi verulegum tíma í að spjalla við okkur um heima og geima. Ekkert mannlegt væri okkur óviðkomandi svo sem listir, pólitík, alls konar menning og andleg málefni. Hún á stóran þátt í því að kenna okkur að vera víðsýn og óhlutdræg. Hvort það tekst alltaf er óvíst, en við reynum okkar besta. Ég held að það sé það sem ég sakni mest eru löngu samtölin þar sem veröldin var krufin til mergjar við eldhúsborðið yfir rjúkandi kaffibollum.
Í innkaupunum á laugardaginn voru keyptar kjúklingabringur í Bónus með 40% afslætti. Mér varð hugsað til óteljandi ferða okkar mæðgnanna í Bónus á laugardögum. Ég lærði það fljótt að til að týna mömmu ekki í búðarferðum, þá þyrfti ég að vera með körfuna fyrir okkur. Ef ekki þá þurftum við Þórdís að leita út um allt að henni þegar okkur þótti mál að komast heim í kaffið. Okkur fannst tilvalið að nota bringurnar í afmælismatinn og ekki skemmdi fyrir að ég hafði bakað amerískt eplapæ á mánudaginn. Eftir stutta heimsókn í Hagkaup var bætt við bláberjum og vanilluís á 99 kr hvort. Ég gróf upp kjúklingabókina hans feita og fann þar uppskrift að kjúklingabringum í sinnepssósu. Þegar ég kom heim vildi svo merkilega til að Ingjaldur vinur okkar var mættur á svæðið, en hann og mamma voru miklir vinir. Hann lenti því í afmælisveislu sér til óvæntrar ánægju. Maturinn heppnaðist frábærlega. Við skemmtum okkur hið besta, skáluðum fyrir mömmu og töluðum mikið þar til Ingjaldur þurfti að mæta í flugið um átta leytið.
Blogguppskriftin
Kjúklingabringur í sinnepssósu
4 kjúklingabringur
2 msk hveiti
4 msk smjör
2 msk olía
Dijon eða jurtakryddað sinnep
1 meðalstór laukur fínsaxaður
½ - 1 bolli sveppir fínt saxaðir
2 msk söxuð steinselja
Salt, pipar
1 bolli rjómi
1 msk sítrónusafi
Bringurnar eru dustaðar með hveitinu og brúnaðar vel á pönnu. Þær eru síðan fluttar yfir á eldfast fat og smurðar að utan með sinnepi og ekki nískast með það. Laukurinn og sveppirnir eru mallaðir í afganginum af fitunni og leyft að brúnast. Steinselju, salt og pipar bætt í maukið og rjómanum blandað við. Leyft að sjóða vel upp og þykkna aðeins. Þessu er svo hellt yfir bringurnar og sett inn í ofn við175°C í 30 – 35 mín. Þegar bringurnar eru tilbúnar þá eru þær settar á diska. Sósunni er hellt í pott, sítrónusafanum hrært saman við og hitað að suðu. Borið fram með góðum hrísgrjónum. Dugar fyrir 4.
Í innkaupunum á laugardaginn voru keyptar kjúklingabringur í Bónus með 40% afslætti. Mér varð hugsað til óteljandi ferða okkar mæðgnanna í Bónus á laugardögum. Ég lærði það fljótt að til að týna mömmu ekki í búðarferðum, þá þyrfti ég að vera með körfuna fyrir okkur. Ef ekki þá þurftum við Þórdís að leita út um allt að henni þegar okkur þótti mál að komast heim í kaffið. Okkur fannst tilvalið að nota bringurnar í afmælismatinn og ekki skemmdi fyrir að ég hafði bakað amerískt eplapæ á mánudaginn. Eftir stutta heimsókn í Hagkaup var bætt við bláberjum og vanilluís á 99 kr hvort. Ég gróf upp kjúklingabókina hans feita og fann þar uppskrift að kjúklingabringum í sinnepssósu. Þegar ég kom heim vildi svo merkilega til að Ingjaldur vinur okkar var mættur á svæðið, en hann og mamma voru miklir vinir. Hann lenti því í afmælisveislu sér til óvæntrar ánægju. Maturinn heppnaðist frábærlega. Við skemmtum okkur hið besta, skáluðum fyrir mömmu og töluðum mikið þar til Ingjaldur þurfti að mæta í flugið um átta leytið.
Blogguppskriftin
Kjúklingabringur í sinnepssósu
4 kjúklingabringur
2 msk hveiti
4 msk smjör
2 msk olía
Dijon eða jurtakryddað sinnep
1 meðalstór laukur fínsaxaður
½ - 1 bolli sveppir fínt saxaðir
2 msk söxuð steinselja
Salt, pipar
1 bolli rjómi
1 msk sítrónusafi
Bringurnar eru dustaðar með hveitinu og brúnaðar vel á pönnu. Þær eru síðan fluttar yfir á eldfast fat og smurðar að utan með sinnepi og ekki nískast með það. Laukurinn og sveppirnir eru mallaðir í afganginum af fitunni og leyft að brúnast. Steinselju, salt og pipar bætt í maukið og rjómanum blandað við. Leyft að sjóða vel upp og þykkna aðeins. Þessu er svo hellt yfir bringurnar og sett inn í ofn við175°C í 30 – 35 mín. Þegar bringurnar eru tilbúnar þá eru þær settar á diska. Sósunni er hellt í pott, sítrónusafanum hrært saman við og hitað að suðu. Borið fram með góðum hrísgrjónum. Dugar fyrir 4.