sunnudagur, ágúst 19, 2007

Öll afmælin í ágúst...

Við sendum Þórdísi systur bestu kveðjur og hamingjuóskir með afmælið í dag. Huldu Kötu sendum við heillaóskir með afmælið 15. ágúst. Rebekka varð 8 ára þann 17. ágúst og við sendum henni hamingjuóskir, koss og knús. Því miður festust hvorki Þórdís né Siggi á mynd á fjölskyldudeginum mikla í júlí. Hulda Kata var fjarri góðu gamni og því ekki mynduð. Rebekka hélt upp á afmælið sitt hér norðan heiða með okkur föðurfólkinu sínu þann 14. ágúst. Þann 15. héldu gestir síðan heim á leið. Kristín og börnin til Köben og Rebekka í Kópavoginn til að undirbúa stórafmælið sitt. Hér róaðist mikið og afinn og amman sátu hálflömuð eftir. Við söknum nú samt örlítið fjörsins. En það líður að hausti og nú tekur við undirbúningur vetrarins. Við fórum í berjamó á föstudaginn og tíndum fullt af berjum. Bláber eru mest áberandi, bæði aðalbláber og venjuleg bláber. Ég týndi restinni af orkunni og er rétt að finna bláendann af henni í dag. Helgi er byrjaður að undirbúa kennsluna og mér sýnist að við höfum sko nóg að gera. Við látum fylgja nokkrar myndir með. Fyrst kemur flott mynd af Huldu Ólafíu í stað Þórdísar. Síðan kemur mynd af næsta afmælisbarni, Rebekku. Næst er þessi flotta mynd af Helgunum með smá Jón í prófíl. Við gátum ekki sleppt þessarri frábæru mynd af litlu frænkunum eftir heimsókn á handverkssýninguna á Hrafnagili. Og síðast en ekki síst sjáum við Jón og Gerði með Helga litla.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir afmæliskveðjuna! Ég greinilega missti af miklu í þessari Akureyraferð. Rosa fín mynd af henni Huldu Ólafíu. Háraliturinn henni Rebekku er orðin svo ljós, ég þurfti að horfa vel á myndina á þessum tveimur tígrisdýrum hvor væri Rebekka og hver væri Birta!
Kveðja héðan úr Reykjavíkinni
Hulda Katrín

11:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home