laugardagur, janúar 05, 2008

Fyrsta afmæli ársins...


Í gær héldum við upp á afmælið hans Helga, en hann varð 59 ára. Við fjölskyldan hans óskum honum innilega til hamingju með afmælið. Okkur finnst hann eldast vel.


Stór hluti dagsins fór í að velta fyrir sér hvað ætti að vera í matinn. Við ákváðum það svo að hafa risahörpuskel a la Gordon Ramsey í forrétt. Í aðalrétt var listilega steiktar rib eye steikur. Með þessu var opnuð 17 ára gömul rauðvínsflaska, Chateau Gruaud la Rose 1991, alveg flauelsmjúkt bordeaux vín. Lúxusmatur eldaður á heimaslóð.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Afmælisóskir að sunnan! Mmmm maturinn hljómar vel!
Kveðja,
Þórdís

6:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home