fimmtudagur, janúar 10, 2008

Annað afmæli ársins...

Guðmundur litli bróðir minn á afmæli í dag. Við sendum honum innilegar kveðjur og vonum að hann fái gott að borða og koss frá Dísu í desert. Ég var að lesa yfir bloggsíður fjölskyldunnar og njóta þess að lesa um eldamennskuna yfir jólin og áramótin! Þá rann það allt í einu upp fyrir mér að aðaláhugamál okkar er sælkeraeldamennska. Þar er bróðir minn enginn aukvisi. Hjá honum hef ég t.d. borðað frábæran fylltan kjúkling, svo ekki sé talað um pæjana sem hún mágkona mín eldar af mikilli list. Kannski tekst mér að heimsækja þau áður en langt um líður og njóta lífsins þeim við "Þrumuflóa" í Miklavatni áður en langt um líður.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað eru pæjar?

8:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það eru bökur eða "pies". Ég hef rekist á þessa þýðingu í þó nokkrum uppskriftum.

11:54 e.h.  
Blogger Hulda Katrín Stefánsdóttir said...

Takk kærlega fyrir mig! :) Það var nú leitt að þið komust ekki í veisluna! Ykkur til mikillar heppni þá ég ennþá afganga af víni eftir veisluna sem við getum skálað í næst þegar þið mætið í stórborgina eða ég mæti til Akureyrar.

12:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sakna þess að fá engar fréttir Norðan heiðar. Kv. ein frænka úr Borginni

12:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home