Það birtir...

Fimbulkuldi, stillur og glampandi sól einkenna veðrið þessa dagana. Jörð er fannhvít, bleikir ljósgeislar leika um fjallatinda og tími kominn til að draga fram sólgleraugu til að sjá hvert leiðinni er heitið. Sólin er einmitt nógu hátt á lofti til að lyfta sér yfir fjöllin en um leið nógu lág til að blinda bílstjóra á leið í suður eða vestur. Á svona dögum er freistandi að rölta stuttan spöl og koma svo heim og fá sér heitt kakó með rjóma. Við höfum mestmegnis verið löt og leyft okkur að sitja heima til að horfa á úrval efnis af flakkaranum okkar. Ég hef mætur á góðum glæpaþáttum, helst breskum en Helgi horfir á alls konar matreiðsluþætti. Merkilegt nokk er það svo ég sem er aðallega í tilraunaeldamennskunni. Jón Gestur gaf mér feikna góða kokkabók í jólagjöf sem heitir: “Gordon Ramsey makes it easy”. Gordon Ramsey er enn einn breskur sjónvarpskokkurinn sem hefur stjórnað mjög vinsælum þáttum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann hefur m.a. verið með raunveruleikaþætti, Hell’s Kitchen, þar sem ungir kokkar heyja útsláttarkeppni um að eignast veitingahús. Gordon er fyrrverandi knattspyrnumaður af skosku bergi brotin og dregur dám af því í munnsöfnuði og stjórnun. Hann er afbragðs kokkur og á nokkra frábæra veitingastaði hér og þar um heiminn sem eru taldir bera af m.a. eru einhverjir þeirra með Michelin stjörnur. Nú síðast opnaði hann nýjan stað í Tokyo.
Í dag er yngsta systurbarnið mitt, hún Hulda Ólafía, fjögurra ára og við sendum henni afmæliskveðjur. Hún fær ábyggilega að blása á kertin á svo sem eins og einni Dimmalimm í dag. Hún er frábær lítil dama sem vekur ánægju og gleði í kringum sig. Ég set inn mynd sem við tókum af henni og Birtu í sumarheimsókninni okkar.
Fyrst að frostið ræður ríkjum í dag er fátt betra en að elda sér góða súpu. Þar sem við erum í viðvarandi heilbrigðisátaki, þá er tilvalið að taka daga þar sem grænmetið ræður ríkjum. Við mælum eindregið með þessari. Hún er vinsæl köld á sumrin og gengur þá undir nafninu: “vichyssoise”.
Blogguppskriftin
Blaðlauks- og kartöflusúpa
900 g blaðlaukur (púrrur)
50 g smjör
450 g kartöflur, afhýddar og skornar í litla teninga
1 sellerí stilkur saxaður smátt
6 dl kjúklinga- eða grænmetissoð (smekksatriði)
6 dl mjólk
Salt, pipar og múskat
2-3 dl rjómi
3 msk saxaður graslaukur eða vorlaukur
Takið grófasta partinn af græna hluta blaðlauksins af, skerið langsum upp úr lauknum, skolið hann síðan vel. Það er oft mold og sandur í lausvafða enda lauksins og mikilvægt að ná því vel í burtu. Skerið hvíta hluta lauksins ásamt ca 5 cm af græna hlutanum í þunnar sneiðar. Bræðið smjörið í stórum potti við meðalhita. Kartöflum og blaðlauk bætt út í og látið malla í 7 mín. Hrærið stöðugt í á meðan. Bætið sellerí, soði og mjólk út í, hleypið suðunni upp. Minnkið þá hitann, þannig að súpan rétt malli. Bætið salti, pipar og múskati í eftir smekk og látið súpuna malla í 25 mín. Ef súpan er borin fram heit er hún sett í matarvinnsluvél eða töfrasprotinn látinn mauka hana, síðan er rjómanum bætt í og hún hituð að suðu. Borin fram strax með góðu brauði og salati. Ef hún á að berast fram köld, þá er hún maukuð, rjóma bætt í og hún láta kælast niður í ísskáp. Ef graslaukur er notaður, þá er honum stráð yfir rétt fyrir framreiðslu, en ef vorlaukur er notaður þá er honum bætt í með rjómanum. Ég nota yfirleitt léttmjólk og kaffirjóma (12%) í súpuna en ef hún á að vera sparisúpa, þá er notum við mjólkurvörur með fullum styrkleika! Ótrúlegt en satt þá fellur þessi uppskrift undir gourmethluta matarbókmenntanna. Uppskriftin dugar fyrir 4-6.
Í dag er yngsta systurbarnið mitt, hún Hulda Ólafía, fjögurra ára og við sendum henni afmæliskveðjur. Hún fær ábyggilega að blása á kertin á svo sem eins og einni Dimmalimm í dag. Hún er frábær lítil dama sem vekur ánægju og gleði í kringum sig. Ég set inn mynd sem við tókum af henni og Birtu í sumarheimsókninni okkar.
Fyrst að frostið ræður ríkjum í dag er fátt betra en að elda sér góða súpu. Þar sem við erum í viðvarandi heilbrigðisátaki, þá er tilvalið að taka daga þar sem grænmetið ræður ríkjum. Við mælum eindregið með þessari. Hún er vinsæl köld á sumrin og gengur þá undir nafninu: “vichyssoise”.
Blogguppskriftin
Blaðlauks- og kartöflusúpa
900 g blaðlaukur (púrrur)
50 g smjör
450 g kartöflur, afhýddar og skornar í litla teninga
1 sellerí stilkur saxaður smátt
6 dl kjúklinga- eða grænmetissoð (smekksatriði)
6 dl mjólk
Salt, pipar og múskat
2-3 dl rjómi
3 msk saxaður graslaukur eða vorlaukur
Takið grófasta partinn af græna hluta blaðlauksins af, skerið langsum upp úr lauknum, skolið hann síðan vel. Það er oft mold og sandur í lausvafða enda lauksins og mikilvægt að ná því vel í burtu. Skerið hvíta hluta lauksins ásamt ca 5 cm af græna hlutanum í þunnar sneiðar. Bræðið smjörið í stórum potti við meðalhita. Kartöflum og blaðlauk bætt út í og látið malla í 7 mín. Hrærið stöðugt í á meðan. Bætið sellerí, soði og mjólk út í, hleypið suðunni upp. Minnkið þá hitann, þannig að súpan rétt malli. Bætið salti, pipar og múskati í eftir smekk og látið súpuna malla í 25 mín. Ef súpan er borin fram heit er hún sett í matarvinnsluvél eða töfrasprotinn látinn mauka hana, síðan er rjómanum bætt í og hún hituð að suðu. Borin fram strax með góðu brauði og salati. Ef hún á að berast fram köld, þá er hún maukuð, rjóma bætt í og hún láta kælast niður í ísskáp. Ef graslaukur er notaður, þá er honum stráð yfir rétt fyrir framreiðslu, en ef vorlaukur er notaður þá er honum bætt í með rjómanum. Ég nota yfirleitt léttmjólk og kaffirjóma (12%) í súpuna en ef hún á að vera sparisúpa, þá er notum við mjólkurvörur með fullum styrkleika! Ótrúlegt en satt þá fellur þessi uppskrift undir gourmethluta matarbókmenntanna. Uppskriftin dugar fyrir 4-6.
1 Comments:
Þökkum góðar kveðjur til Huldunnar.
Við erum annars í óðaönn að lesa bókina hennar Nigellu: Feast og erum bara nokkuð ánægð með hana. Búin að elda pasta upp úr henni og líka feikna súkkulaðitertu sem var boðin í gær. Dimmalimm er samt betri en kremið á þessari var alveg dýrðlegt. Pastað var himneskt. Þarf ekki fleiri orð um það.
Skrifa ummæli
<< Home