
Jólahátíðin hefur verið undirlögð af góðum bókum, miklu sjónvarpsglápi og leti í bunkum. Við höfum varla þurft að fara í búð, bara reynt að tæma ísskápinn. En í kvöld ætla feðgarnir að sýna snilli sína í eldhúsinu og elda Beef Wellington að hætti Gordon Ramsey. Í forrétt verða sniglar og ef eitthvað pláss verður eftir, þá er Pavlova í eftirrétt. Að loknu áramótaskaupinu munum við skála fyrir vinum og ættingjum og óska ykkur öllum farsæls nýs árs. Þar sem ekki er ennþá vitað hvort hægt verður að skjóta upp flugeldum á Eyjafjarðarsvæðinu, látum við fylgja mynd frá síðustu áramótum sem var tekinn hér af þakinu norður yfir gilið.
3 Comments:
Gleðilegt ár. Ég er að fara að búa til eins mat á morgun fyrir utan sniglana. Það er ekki hægt að bjóða mömmu í snigla :-) Í staðin verður rækjukokteill. Sjáumst á nýju ári.
Það er ekki hægt að sleppa nafninu sínu. Kv. Þórhildur
Við óskum ykkur gleðilegt nýtt ár þarna í sveitinni! Þvílíkir kossar og húrra frá Kópavogi!!
Heyrumst í kvöld!!
Kveðja
Afgangurinn úr fjölskyldunni
Skrifa ummæli
<< Home