Ingibjörg Þorbergs heiðruð...

Innilegar heillaóskir til Immu hans pabba en hún var sæmd íslensku fálkaorðunni í dag. Hún er vel að henni komin og við erum glöð yfir því að hún hljóti verðskuldaða viðurkenningu sem tónskáld og tónlistarmaður. Við höfum notið tónlistar hennar í gegnum árin og ég held að það sé á fáa hallað þegar við nefnum t.d. jólaplötuna hennar, "Hvít er borg og bær" í viðbót við aðra frábæra hljómdiska sem komið hafa út á síðustu árum. Ástarkveðjur frá okkur norðanmönnum og litlu fjölskyldunni í Baunaveldi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home