föstudagur, nóvember 30, 2007

Heimferðin gengur hægt...

Ég lagði af stað frá Köben upp úr kvöldmat í gærkvöldi og allt gekk vel. Okkur seinkaði um 20 mín á leiðinni til Íslands vegna ókyrrðar í háloftum. Í Keflavík var lent kl. 11:15 og þar beið Stefán eftir mér en Helga hafði lent óvænt á næturvakt. Eftir gistingu í Njarðvík hitti ég Helgu í morgunsárið og síðan var rennt af stað til Reykjavíkur þó að það væri vitað að frestun væri á flugi norður. Núna sit ég í góðu yfirlæti heima hjá Þórdísi og Sigga og bíð þess að byrjað verði að fljúga norður. Útlitið er ekki gott þar sem spáð er stormi næsta sólarhringinn og vel á annað þúsund manns bíða eftir flugi. Það er ágætis veður núna bæði í Reykjavík og á Akureyri en ísing og ókyrrð í háloftunum. Ég vona þó að ég nái heim í nótt og geti sofið í mínu rúmi. Ef ekki þá verður þetta góð heimsókn.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bara að þú komist heil heim, þá er þetta allt eins og það á að vera.

Kristín

5:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home