
Bara örfá orð til að láta vita að við erum komin heim eftir mikla ævintýraferð um hálendi Sri Lanka. Á fyrstu myndinni sem fylgir, efni ég loforðið sem ég gaf barnabörnunum. Amma og afi á fílsbaki. Ein þar sem Kumara fær verðlaunin sín. Tvær sýna prinsessuna heilsa og kveðja.
Mig hefur alltaf lang

að til að komast í meira návígi við fíla heldur en að horfa á þá tvístíga í dýragörðum. Í gær fékk ég ósk mína uppfyllta. Við eyddum hálfum degi, fyrst í Pinnewala munaðarleysingjahælinu fyrir vegalausa fíla. Þar hittum við 60 fíla af öllum stærðum og gerðum, m.a. einn sem hefur bara þrjá fætur. Hann missti hægri framfótinn uppfyrir ökkla því að hann steig á jarðsprengju fyrir einhverjum árum. Síðan fórum við í annan fílagarð, þar sem hægt er að blanda geði við liðið. Það er skemmst frá að segja að divan sem tók á móti okkur heitir Kumara, sem þýðir prinsessa. Hún fæddist í garðinum 1968 og er fyrsta fílabarnið sem

fæðst hefur í slíkum garði (in captivity). Hún gerði garðinn frægan þegar hún lék í mynd um Tarzan, konung apanna. Það var minnsta mál að þjálfa hana en api sem átti að sitja stutta stund á bakinu á henni þurfti tveggja vikna þjálfun. Fyrst var okkur boðið að baða dömuna, en ég treysti mér ekki til að vaða út í vatnið, svo hún kom upp úr ánni og heilsaði okkur formlega. Síðan gekk hún tignarlega upp að garðvegg, lagðist utan í og við vorum komin

á bak! Við fórum stuttan hring, nóg fyrir okkur. Svo pósaði hún með okkur fyrir myndavélina. Þá tilkynnti Kumara okkur að hún ætti skilið að fá ávexti í verðlaun. Ég tróð slatta af ávöxtum upp í hana, var þakkað pent fyrir. Hún þurfti líka að sýna okkur hvað hún væri sterk. Trjábút sem er 500 kg að þyngd var lyft léttilega og borinn smáspöl. Að lokum veifuðu hún og fílahirðirinn í kveðjuskyni. Ég fékk að klappa henni og knúsa eins og ég vildi. Það verður að segjast að þegar við kvöddumst, þá var kímnisblik í augum hennar. Ferðasagan verður að koma seinna, enda svo viðburðarík að ég get ekki klárað hana fyrr en heim kemur. Við kveðjum Sri Lanka með frábærar minningar um stórkostlegt land og hjartahlýja þjóð.
3 Comments:
Við spýtum á eftir ykkur vegna ferðalagsins frá Sri Lanka. Þetta er nú meiri krúsídúllu fíllinn. Sjáumst á laugardaginn í hádeginu til þess að skiptast af sögunum, þú með sögurnar frá Sri Lanka og við með sögur úr brúðkaupinu hans Sigmars.
kv
hulda og gengið úr Njarðvík
Þetta hefur verið frábær upplifun hjá ykkur. Það er ekki á hverjum degi sem maður er í návígi við fíla. Hlakka rosamikið til að hitta ykkur á laugardaginn í banastuði. Við verðum svo að planleggja Akureyrarferð í sumar, stórfjölskyldan þar sem það er orðið ansi langt síðan síðast:)
kveðja,
Guðrún Björk
Rosalega flottar myndir af ykkur. Helgi sagði bara minn afi, minn ammi, mjög ánægður með afa og ömmu á fílsbaki og Birta ætlar að fá ykkur framkölluð og sett upp á vegg.
Góða ferð heim.
Stína fína
Skrifa ummæli
<< Home