Til hamingju með afmælið...

Við sendum Kristínu dóttur okkar afmæliskveðjur í dag. Hún er 31 árs og eldist vel. Við hefðum svo gjarnan vilja vera með henni í dag en lönd og höf aðskilja okkur. Við sendum hlýjar hugsanir og biðjum börnin og Sigga að kyssa hana frá okkur.
Við erum loksins að ná heilsu aftur eftir hremmingar síðustu viku. Helgi hefur sennilega náð sér í kamfýlóbakter skv. þeim lýsingum sem ég er búin að kynna mér undanfarið. Mér er svotil batnað af ofkælingunni en undanfarna tvo daga hef ég verið með meltingartruflanir. Vægast sagt leiðinleg vika.
Það hefur frekar róstursamt hér um slóðir undanfarið. Við höfum samt ekki orðið vör við það enda hafa tamíltígrarnir haldið sig við norð- og austlægar slóðir. Í morgun sóttu þeir í sig veðrið og sprengdu upp langferðabíl með hermönnum hér í Colombo í morgun. Mannfall varð ekki en sjö slösuðust.
Við erum farin að hugsa okkur til hreyfings af ýmsum ástæðum og erum að velta fyrir okkur að vera komin heim um miðjan júní. Hvort við förum til Kandy verður undir því komið að rólegra verði hér á Sri Lanka næstu daga.Við upplýsum um áætlanir strax og þær liggja fyrir.
1 Comments:
Ömurlegt að fá svona í matareitrun. Það er gott að heyra að þið eruð að ná heilsunni aftur. Það borga sig alla vega að fara varlega og láta ekki Tígrana ná í skottið á sér. Kv. Þórhildur
Skrifa ummæli
<< Home