föstudagur, júní 01, 2007

Við fögnum...


Við gleðjumst með systurdóttur minni, Stefaníu Helgu, en hún er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Við óskum henni heilla á ókomnum árum og sendum henni árnaðaróskir frá Sri Lanka. Hún hefur staðið sig eins og hetja í gegnum árin og við vonum að MR reynist henni jafnmikill heillakostur að hafa í farteskinu eins og það hefur verið okkur hinum jubileumstúdentunum í fjölskyldunni. Við erum stolt að bæta henni í hópinn. Því miður getum við ekki verið með henni í dag, en sendum henni hlýjar hugsanir og vonum að hún eigi góða stund með fjölskyldu og vinum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir það. :D

9:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home