sunnudagur, apríl 29, 2007

Ekki heimsmeistarar en sprengjur...


Sky is illuminated by anti-aircraft gun fired by the government during attacks by Tamil Tiger's planes in Colombo April 29, 2007. Planes of Sri Lanka's Tamil Tiger rebels dropped bombs on two oil facilities near the capital Colombo on Sunday, slightly damaging one, the air force said. REUTER

Ég hélt ekki út að vaka yfir cricketinu og sofnaði um 12 leytið. Það leit nefnilega ekki vel út fyrir Sri Lanka. Upp úr kl. 1 vakti gigtarskömmin mig og ég hélt bölvandi fram til að finna mér verkjatöflur. Þá fór rafmagnið í smástund. Ég beið róleg því ég vissi að rafstöðin mundi hrökkva í gang. Þegar ég kom aftur upp í rúm heyrði ég tvo háa en fjarlæga hvelli og hugsaði með mér: "Ætli gæjarnir hafi unnið eftir allt saman. Bara flugeldar um miðja nótt". Um leið og verkjatöflurnar slógu inn, sofnaði ég til morguns.

Fréttirnar núna í morgunsárið eru að Sri Lanka tapaði leiknum en hvellirnir sem við heyrðum í nótt eru alvöru. Tamíltígrarnir vörpuðu tveimur sprengjur á gasstöð rétt utan við Colombo (www.lankapage.com). Rafmagnið var tekið af í klukkutíma í nótt og því náðu menn ekki að horfa á restina af leiknum. Ég reikna ekki með að fólk sé almennt mjög hresst með atburði næturinnar. Við erum hins vegar sannir Íslendingar sem látum skeika að sköpuðu. Hvað getum við annað gert!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Úff, munið eftir að draga fyrir næst. Maður fær bara pínu í magann fyrir ykkar hönd en eins og sannir Íslendingar þá látið nú ekki einhverjar tamíltígradruslur hræða ykkur:)
Kveðja,
Guðrún Björk

12:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

púff,,,ég var nú fljót að kíkja á síðuna eftir að ég sá fréttirnar á mbl. Sem betur fer er til bloggið!
kv
Hulda Katrín

2:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home