Fróðleiksmolar á Poyadegi...

Í dag er Vesak. Fyrsti poyadagur eftir áramótin 12. apríl og þar sem hann fellur á 1. maí, þá var 1. maí hátíðahöldum flýtt og þau haldin hátíðleg 30. apríl. Þannig næst sérstaklega löng helgi sem nær frá laugardegi til þriðjudags. Fyrir misskilning hélt ég að poyadagurinn væri 24. apríl. En við höfðum verið vöruð við að ekki yrði selt áfengi í heila viku eða fram til 1. maí. Það reyndist líka misskilningur en hins vegar er ekki selt áfengi á veitingahúsunum frá laugardegi til miðvikudags. Forsetinn er bindindismaður og hefur því sett ýmsar reglur til að stemma stigu við ótímabæru áfengisþambi. En snúum okkur aftur að Vesak 2007. Þetta er þríblessuð hátíð Búddatrúarmanna haldinn til minningar um fæðingu Búdda, uppljómun hans og ferð hans inn í nirvana. Kenningar Búdda leggja áherslu að enda þjáningar og óánægju. Okkar er að vinna að hamingju og friði. Hátíðin er haldin í dag og á morgun. Stræti og hús hafa verið skreytt með fánum, ljósum og skrautlegum lömpum. Ekkert í líkingu við þá ofgnótt skreytinga sem við leggjum í við hátíðleg tækifæri en fallegt. Meðfram götum eru standar þar sem fríum svaladrykkjum og mat er dreift. Í sjónvarpinu er ekki þverfótað fyrir Búddamunkum og beinum útsendingum frá miklum hópfundum þar sem fólk minnist Búdda og hugleiðir. Við höfum verið löt í dag eða ég alla vega en Helgi vinnur við að undirbúa námskeiðin. Við skulum segja að ég hafi hugleitt í tilefni dagsins.
Umbúðirnar voru teknar af litlu tánni á sunnudaginn og hún var vægast sagt skrautleg. Mjög köflótt og einhver sár ennþá að lokast. En í morgun ákvað táin að hafa hamskipti að hluta og undan köflótta skinninu birtist venjuleg bleik tá. Mikill léttir. En þangað til öll sár eru gróin, þá förum við varlega í labbitúra og erum ekkert að skíta okkur út.
Ég hef lítið sagt um Sri Lanka sem er eyja við suðvestur strönd Indlands. Stundum nefnd tár Indlands eða perla Indlandshafs. Hér er staðviðrasamt, nóg úrkoma og svipaður hiti allan ársins hring. Íbúar er um 19 milljónir. Stærstur hluti þeirra er af ættstofni sinhala eða 74%, tamílar eru um 18%, 8% landsmanna eru márar, malayar, og burghers. Burghers eru afkomendur hollenskra og portúgalskra innflytjanda sem réðu Sri Lanka frá 1505 til 1796, þegar Bretar lögðu landið undir sig. Tamílar hafa bæði flutt sjálfir yfir sundið og jafnframt sóttust Bretar mjög eftir þeim sem millistjórnendum og verkstjórum og fluttust töluvert af tamílum hingað á nýlendutíma þeirra. Meginframleiðsluvörur eru hrísgrjón, te, kókóshnetur, kókó og alls konar krydd. Jafnframt er Sri Lanka stór útflytjandi eðalsteina. Þegar landið fékk sjálfstæði 1948, fengu Sinhalar völdin sem stærsti þjóðarhlutinn. Málið Sinhalese varð ríkismál. Mál tamíla var ekki viðurkennt og þeir misstu mikið af þeim völdum sem þeir höfðu haft. Þessi breyting er að hluta til rótin af þeim óróa sem hefur verið á norður og austur Sri Lanka. Það er einungis hluti af tamílum sem eru félagar í LTTE eða Tamíltígrunum eins og þeir eru kallaðir í fréttum hjá okkur. Þessi hluti tamíla hefur barist fyrir sjálfstæði á norðurhluta Sri Lanka. Vopnahlé hefur í orði kveðnu verið í gildi í fimm ár en var rofið með árás tamíla á herflugvöll rétt utan við Colombo í mars s.l.
Umbúðirnar voru teknar af litlu tánni á sunnudaginn og hún var vægast sagt skrautleg. Mjög köflótt og einhver sár ennþá að lokast. En í morgun ákvað táin að hafa hamskipti að hluta og undan köflótta skinninu birtist venjuleg bleik tá. Mikill léttir. En þangað til öll sár eru gróin, þá förum við varlega í labbitúra og erum ekkert að skíta okkur út.
Ég hef lítið sagt um Sri Lanka sem er eyja við suðvestur strönd Indlands. Stundum nefnd tár Indlands eða perla Indlandshafs. Hér er staðviðrasamt, nóg úrkoma og svipaður hiti allan ársins hring. Íbúar er um 19 milljónir. Stærstur hluti þeirra er af ættstofni sinhala eða 74%, tamílar eru um 18%, 8% landsmanna eru márar, malayar, og burghers. Burghers eru afkomendur hollenskra og portúgalskra innflytjanda sem réðu Sri Lanka frá 1505 til 1796, þegar Bretar lögðu landið undir sig. Tamílar hafa bæði flutt sjálfir yfir sundið og jafnframt sóttust Bretar mjög eftir þeim sem millistjórnendum og verkstjórum og fluttust töluvert af tamílum hingað á nýlendutíma þeirra. Meginframleiðsluvörur eru hrísgrjón, te, kókóshnetur, kókó og alls konar krydd. Jafnframt er Sri Lanka stór útflytjandi eðalsteina. Þegar landið fékk sjálfstæði 1948, fengu Sinhalar völdin sem stærsti þjóðarhlutinn. Málið Sinhalese varð ríkismál. Mál tamíla var ekki viðurkennt og þeir misstu mikið af þeim völdum sem þeir höfðu haft. Þessi breyting er að hluta til rótin af þeim óróa sem hefur verið á norður og austur Sri Lanka. Það er einungis hluti af tamílum sem eru félagar í LTTE eða Tamíltígrunum eins og þeir eru kallaðir í fréttum hjá okkur. Þessi hluti tamíla hefur barist fyrir sjálfstæði á norðurhluta Sri Lanka. Vopnahlé hefur í orði kveðnu verið í gildi í fimm ár en var rofið með árás tamíla á herflugvöll rétt utan við Colombo í mars s.l.
Nú líður að brottför til Malasíu en þangað verðum við komin upp úr hádegi 3. maí. Næst mun ég sennilega bæta inn fróðleiksmolum þaðan.
4 Comments:
Góða ferð til Malaysíu.
Þú þarft barasta að fara að snúa þér að skriftum í fullri vinnu, það er svo gaman að lesa pistlana þína.
Kveðja,
Þórdís
Þú ert miklu betri en Elly þula og hennar sjúga og sleikja sögur!!!
Hi big mama, fun reading your blog.
Please send your e-mail address.
Your smaller brother. :)
Nohh,,hvernig er þetta með bróðir þinn! Þykist hann lesa íslensku, en getur samt ekki skrifa tvær setningar á því tungumáli!
Skrifa ummæli
<< Home