Fínt fólk í veislu...

Í gær fórum við í síðdegisveislu hjá Árna, sendiráðunautnum okkar. Hann býr í fallegu húsi frá nýlendutímanum í næsta hverfi. Húsið er umlukið háum garðveggjum og með fallegum garði. Flestar plöntur í garðinum eru notaðar sem pottablóm hjá okkur, hér eru þau vel yfir mannhæð. Stór og mikil yfirbyggð verönd er fyrir framan með bar og aðstöðu til að grilla. Þetta var eins og að ganga inn í ævintýri á nýlendutímanum.
Við komum um tvöleytið og stuttu seinna mættu þrír Íslendingar í viðbót. Þau höfðu lent í Sri Lanka nóttina áður. Við fengum að sjálfsögðu gin og tonic og síðan var spjallað. Því miður man ég ekki hvað herramennirnir tveir heita, en með í hópnum var ung kona sem heitir líka Auður. Ekki oft sem ég hitti nöfnur utan Eyjafjarðar. Enda kom í ljós að hún var líka ættuð úr Eyjafirði. Hún var í friðargæslunni hér á síðasta ári en þau eru núna komin til að vinna einhver verkefni á vegum Þróunarsamvinnustofnunar. Það var virkilega gaman að hittast og spjalla. Um fjögurleytið var okkur boðið upp á Sushi og Sashimi (hrár fiskur án hrísgrjóna) sem smakkaðist afar vel. Sérstaklega góður var hrár túnfiskur sem hafði verið veiddur daginn áður. Síðan fóru karlmennirnir í grilleldamennskuna. Boðið var upp á grillaðan túnfisk með ýmsu meðlæti og er skemmst frá að segja að máltíðin var frábær. Besti fiskur sem við höfum smakkað. Í eftir rétt var síðan heitur súkkulaðidesert, bakaður að ofan og fljótandi að innan, borin fram með æðislegum vanilluís. Með herlegheitunum var borið fram Amarone vín frá Ítalíu sem passaði vel með matnum. Upp úr kl. 9 fórum við að tygja okkur til brottfarar. Röltum út á horn og náðum okkur í Tuktuk sem skilaði okkur hratt og örugglega heim.
Það er ekki hægt að segja annað en við höfum lifað og hrærst í skemmtilegri veröld síðustu dagana. Nú verður hugað að því að kaupa flugmiða til Malaysíu en það er áætlað að við verðum þar 3. til 10. maí n.k. Eftir það munum við skoða hvort við skellum okkur í ferð til Kandy, sem er lítil borg inn á miðju Sri Lanka. Það eru sagðar óskaplega fallegar slóðir. Kóngurinn í Kandy var sá síðasti sem játaðist undir Breta á nýlendutímanum.
Við komum um tvöleytið og stuttu seinna mættu þrír Íslendingar í viðbót. Þau höfðu lent í Sri Lanka nóttina áður. Við fengum að sjálfsögðu gin og tonic og síðan var spjallað. Því miður man ég ekki hvað herramennirnir tveir heita, en með í hópnum var ung kona sem heitir líka Auður. Ekki oft sem ég hitti nöfnur utan Eyjafjarðar. Enda kom í ljós að hún var líka ættuð úr Eyjafirði. Hún var í friðargæslunni hér á síðasta ári en þau eru núna komin til að vinna einhver verkefni á vegum Þróunarsamvinnustofnunar. Það var virkilega gaman að hittast og spjalla. Um fjögurleytið var okkur boðið upp á Sushi og Sashimi (hrár fiskur án hrísgrjóna) sem smakkaðist afar vel. Sérstaklega góður var hrár túnfiskur sem hafði verið veiddur daginn áður. Síðan fóru karlmennirnir í grilleldamennskuna. Boðið var upp á grillaðan túnfisk með ýmsu meðlæti og er skemmst frá að segja að máltíðin var frábær. Besti fiskur sem við höfum smakkað. Í eftir rétt var síðan heitur súkkulaðidesert, bakaður að ofan og fljótandi að innan, borin fram með æðislegum vanilluís. Með herlegheitunum var borið fram Amarone vín frá Ítalíu sem passaði vel með matnum. Upp úr kl. 9 fórum við að tygja okkur til brottfarar. Röltum út á horn og náðum okkur í Tuktuk sem skilaði okkur hratt og örugglega heim.
Það er ekki hægt að segja annað en við höfum lifað og hrærst í skemmtilegri veröld síðustu dagana. Nú verður hugað að því að kaupa flugmiða til Malaysíu en það er áætlað að við verðum þar 3. til 10. maí n.k. Eftir það munum við skoða hvort við skellum okkur í ferð til Kandy, sem er lítil borg inn á miðju Sri Lanka. Það eru sagðar óskaplega fallegar slóðir. Kóngurinn í Kandy var sá síðasti sem játaðist undir Breta á nýlendutímanum.

Meðfylgjandi eru myndir annars vegar af sólarlaginu séð ofan af þakinu okkar og hins vegar borðstofan okkar.
1 Comments:
Gaman að heyra að allt gengur vel. Þetta er greinilega mjög skemmtileg upplifun:) Takk fyrir að vera svona dugleg að skrifa og leyfa okkur að fylgjast með:)
Kveðja,
Guðrún Björk
Skrifa ummæli
<< Home