Dymbilvika byrjar...

Nú er ég þreytt en glöð. Í fyrrakvöldi lauk frábæru námskeiði með hátíðakvöldverði. Fyrir tveimur vikum barst mér bréf í hendur frá Sjálfstæðisfélagi Akureyrar, þar sem boðið var upp á leiðtoga- og ræðunámskeið fyrir konur. Þrjú kvöld og hátíðarkvöldverðurinn fjórða kvöldið, allt ókeypis. Ég sá mér leik á borði að kynnast fleira fólki, svo ég skráði mig strax. En viti menn, þremur dögum seinna voru 540 konur búnar að skrá sig og námskeiðin orðin tvö. Ásdís Halla Bragadóttir forstjóri Byko og fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar opnaði námskeiðið með aldeilis frábærum fyrirlestri um hlutverk og þörf á að taka hlutverk leiðtogans í okkar lífi, heima, í félagslífi og á vinnustað. Rætt var vítt og breitt um nauðsyn jákvæðni og framsýni og henni tókst að fá okkur til að trúa því að besta leiðin til að breyta aðstæðum væru þessi eiginleikar. Skemmst frá að segja að gríðarleg stemmning myndaðist strax á fyrsta fundi og náði hámarki í skemmtun miðvikudagskvöldsins. Ríflega 500 hundruð konur mættu í laufléttan fordrykk í anddyri íþróttahúss Síðuskóla og síðan var boðið til borðs. Karlmenn sjálfstæðisfélagsins þjónuðu og fórst það vel úr hendi. Núverandi og fyrrverandi bæjarfulltrúar og þingmenn mættu, almennir félagsmenn og gestir alls staðar að. Síðan var borin fram eðalhamborgarahryggur í boði Kjarnafæðis, eftir matinn var borið fram kaffi með konfekti og kransakökum í boði Kristjánsbakarís, drykkjarvörur við hvers manns hæfi eftir vild. Bæði var boðið upp á dinnermúsík og Akureyrskan Idolsöngvara, bestu ræðurnar voru fluttar, leikfélagið kom með sýnishorn af leiksýningum páskanna, konur fluttu stuttan leikþátt og síðast var dregið um ellefu flotta vinninga en enginn þeirra lenti hjá mér. Heim komst ég undir miðnætti himinsæl með frábært kvöld.
Nú fer að líða að því að við forum til Sri Lanka. Á mánudagsmorgun förum við suður og á þriðjudag hefst ferðin langa. Við munum lenda í Columbo að morgni miðvikudagsins og þar verður tekið á móti okkur. Það er búið að leigja handa okkur íbúð, sem verður aðsetur okkar út júní. Hugsið ykkur, næsta fimmtudag munum við sitja einhvers staðar hinum megin á hnettinum með gin og tonic í glasi og horfa á allt öðru vísi sólarlag. Ég læt nánari lýsingar bíða. En hér fylgir með mynd af Ögmundi nágranna okkar og vini í sólbaði á Sri Lanka í febrúar.
Nú fer að líða að því að við forum til Sri Lanka. Á mánudagsmorgun förum við suður og á þriðjudag hefst ferðin langa. Við munum lenda í Columbo að morgni miðvikudagsins og þar verður tekið á móti okkur. Það er búið að leigja handa okkur íbúð, sem verður aðsetur okkar út júní. Hugsið ykkur, næsta fimmtudag munum við sitja einhvers staðar hinum megin á hnettinum með gin og tonic í glasi og horfa á allt öðru vísi sólarlag. Ég læt nánari lýsingar bíða. En hér fylgir með mynd af Ögmundi nágranna okkar og vini í sólbaði á Sri Lanka í febrúar.
Páskarnir verða haldnir hér í norðurhöfum. Við erum á fullu að ganga frá stofunum okkar og það lítur allt út fyrir að hægt verði að borða hátíðarkvöldverð hér fyrir brottför. Við erum að hugsa um að taka út hina jólaöndina og elda daginn fyrir páska. Við ætlum líka að njóta þess að bærinn okkar er fullur af gestum. Flestir eru hér til að fara á skíði, en aðrir ætla í leikhúsið og skoða ýmsa menningarviðburði. En flestir ætla að fjölmenna á veitingahús eða heimahús í plássinu og gera sér glaðan dag. Miðvikudagurinn bar þessu vitni. Hleypt var í hollum inn í ríkið, biðraðir í matvöruverslunum voru mældar í klukkustundum en ekki metrum og bílaumferðin slagaði hátt í höfuðborgarsvæðið. En við höldum okkur heima og njótum lífsins. Núna ætlum við ekki elda neitt stórfenglegt. Við fengum soðna drottingarskinku í Bónus. Hún verður skorin í þunnar sneiðar og borin fram með kartöflusalati, niðursoðnum ferskjum og honey Dijon sinnepi. Með þessu verður teygaður norðlenski bjórinn Kaldi en eins og alþjóð veit er hér um sérlega hollan og bragðgóðan drykk að ræða enda ógerilsneyddur. Við sendum ykkur öllum hlýjar kveðjur úr norðurhöfum og vonum að lífið leiki við ykkur. Gleðilega Páska!
1 Comments:
Það er ekki annað hægt að segja maður fyllist smá öfund og líka smá hræðslu yfir því að þið séuð að fara á þessa slóðir! Þið verðið að vera dugleg að blogga um ævintýrin á Sri Lanka! Ég þekki einn friðargæsluliða sem var Sri Lanka og hún tjáði mér því að það er eitthvað prentað inn í menningu Sri Lanka búa að ljúga af sér allt vit!! Veit ekki hvort þetta sé rétt en kannski kemst þú af því!!
Góða skemmtun og páskakveðja héðan úr Njarðvík!
p.s Munið að taka niðurgangstöflur með ykkur,,fullt af þeim!!
Skrifa ummæli
<< Home