Heitt, heitt, heitt...

Það er heitt og rakt hér í suður Asíu. Svitinn rennur af okkur við minnstu hreyfingu. Köld sturta dugar örstutta stund. Snjókoman sem er núna á Akureyri væri vel þegin. En við venjumst þessu hægt og rólega. Við sofum vel þrátt fyrir hitann og vöknum bara einu sinni á nóttu til að setja loftkælinguna í gang til að koma lofthita í herberginu niður í 27°C en venjulegur hiti er um og yfir 30°C. Það sem er sérstakt hér er að það verður ekkert svalara á nóttinni. Sami hitinn allan sólarhringinn. Enda gengur fólk hér rólega, hreyfir sig hægt og skýlir sér fyrir sólinni. Til þess eru notaðar regnhlífar, dagblöð og skuggar húsa og trjáa.
Það er gaman að skoða götulífið hér. Hér eru flestir litlir og dökkir. Almennt eru konur klæddar í Sari eða Shalwar Kameez. Sari samanstendur af undirpilsi, treyju og 6 metrum af þunnu klæði sem er vafið utan um mittið í hinum fegurstu fellingum og endar svo í sveip yfir brjóstið og öxlina.
Shalwar Kameez eru síðar pokabuxur og þunn, hálfsíð, langerma blússa sem fellur yfir buxurnar. Eitthvað er af múslimakonum sem eru klæddar í svörtu mussurnar sínar og með andlitið hulið. Karlmennirnir eru flestir klæddir upp á evrópska vísu í síðbuxum og stífpressuðum hvítum skyrtum. Sumir eru í síðu pilsi niður á ökkla og enn aðrir eru í hálfsíðum buxum og stutterma bolum. Kallarnir sem keyra tuktukana eru þannig klæddir. Við fórum með tuktuk að heimsækja Árna og Bjarna í næsta hverfi og það kostaði heilar 200 rúpíur eða um 140 kr. Svo erum við búin að fara í næstu verslunarmiðstöð og þar versluðum við slatta og tókum svo tuktuk heim á 100 rúpíur. Árni er sendiráðunautur hér og Bjarni er að vinna fyrir UNU ásamt Helga. Þeir eru búnir að reynast okkur vel. Við erum búin að borða saman þrisvar og Árni hefur séð til þess að allt hefur verið í lagi í kringum okkur. Við kunnum þeim félögum bestu þakkir fyrir allt saman.
Við höfum ekki enn lagt í að elda sjálf. Við höfum rölt á veitingastaðina hér í kring. Fiskur og kjúklingur eru í miklu uppáhaldi hér, svo og grænmetisréttir. Sri Lanka búar eru að stórum hluta Búdda- og hindúatrúar og fólki er ekki vel við að fórna lífi hér. Enda hæg heimatökin að vera grænmetisæta hér í allri þessari grósku. Skv. Búddistum þá endurfæðist manneskja í allra kvikinda líki hvað eftir annað uns sálin hefur náð þeim þroska að öðlast Nirvana. Þess vegna er þeim illa við að aflífa dýr, því við vitum ekki nema að við séum að koma einhverjum nákomnum fyrir kattarnef. Hér er mikið dýralíf og það mundi æra óstöðugan að ætla sér að fækka t.d. flækingshundum, köttum eða öllum þeim kvikindum sem þrífast í þessum hita. Litlir gekkóar (eðlur) hlaupa eftir veggjum og veiða flugur. Á kvöldin fljúga leðurblökur með miklum skrækjum á milli trjáa. Það er lítið af flugu nema í ljósaskiptunum fer moskítóinn á kreik. Ég er búin að fá fjórar stungur þrátt fyrir eiturgufur sem við sprautum yfir okkur og skarta því nokkrum dökkrauðum peningsstórum deplum eftir þær.
Við látum fylgja myndir sem sýna útsýnið af 15. hæð í blokkinni okkar. Þar sem mataræði okkar er ákvarðað af veitingamönnum þessa dagana verður engin blogguppskrift í dag.
Það er gaman að skoða götulífið hér. Hér eru flestir litlir og dökkir. Almennt eru konur klæddar í Sari eða Shalwar Kameez. Sari samanstendur af undirpilsi, treyju og 6 metrum af þunnu klæði sem er vafið utan um mittið í hinum fegurstu fellingum og endar svo í sveip yfir brjóstið og öxlina.

Við höfum ekki enn lagt í að elda sjálf. Við höfum rölt á veitingastaðina hér í kring. Fiskur og kjúklingur eru í miklu uppáhaldi hér, svo og grænmetisréttir. Sri Lanka búar eru að stórum hluta Búdda- og hindúatrúar og fólki er ekki vel við að fórna lífi hér. Enda hæg heimatökin að vera grænmetisæta hér í allri þessari grósku. Skv. Búddistum þá endurfæðist manneskja í allra kvikinda líki hvað eftir annað uns sálin hefur náð þeim þroska að öðlast Nirvana. Þess vegna er þeim illa við að aflífa dýr, því við vitum ekki nema að við séum að koma einhverjum nákomnum fyrir kattarnef. Hér er mikið dýralíf og það mundi æra óstöðugan að ætla sér að fækka t.d. flækingshundum, köttum eða öllum þeim kvikindum sem þrífast í þessum hita. Litlir gekkóar (eðlur) hlaupa eftir veggjum og veiða flugur. Á kvöldin fljúga leðurblökur með miklum skrækjum á milli trjáa. Það er lítið af flugu nema í ljósaskiptunum fer moskítóinn á kreik. Ég er búin að fá fjórar stungur þrátt fyrir eiturgufur sem við sprautum yfir okkur og skarta því nokkrum dökkrauðum peningsstórum deplum eftir þær.
Við látum fylgja myndir sem sýna útsýnið af 15. hæð í blokkinni okkar. Þar sem mataræði okkar er ákvarðað af veitingamönnum þessa dagana verður engin blogguppskrift í dag.
1 Comments:
Bara drekka nóg af gin og tónik þá bíta ekki móskító! Þetta er alveg voða spennó allt saman hjá ykkur! En eitt er víst að Þórhildur mætir aldrei til Sri Lanka. Hún er nú sérlega illa við hunda sérstaklega einhverja flækingshunda!
Skrifa ummæli
<< Home