Kóralbrúðkaup...

Í dag höldum við upp á 35 ára brúðkaupsafmæli okkar. Þrátt fyrir grá hár finnst okkur eins og við séum til þess að gera nýgift. Þegar við vorum að trúlofa okkur fyrir rúmlega 37 árum, þá var ég ekki viss um að ég gæti horft á sama andlitið á næsta kodda í 50 ár. Núna finnst mér það hið besta mál. Lífið hefur verið okkur gott og þrátt fyrir nokkra skelli á leiðinni þá höfum við glaðst yfir hverjum degi sem lífið hefur fært okkur. Á bóndadaginn gaf ég Helga hvíta túlípana og í dag eru þeir orðnir bleikir. Kannski er það einmitt lýsandi fyrir okkur.
1 Comments:
Til hamingju!
Skrifa ummæli
<< Home