Heillaóskir til litla bróður...

Guðmundur Kristinn bróðir minn á afmæli í dag og við óskum honum innilega til hamingju með afmælið. Að ekki sé talað um að senda kossa og knús en við biðjum Dísu konuna hans um að sjá um þá hlið fyrir okkur. Hann er aldrei kallaður annað en Gvendur í fjölskyldunni okkar og það breytist sennilega ekki meðan við systur hans höfum smávit í kollinum. Hann er eini maðurinn í heiminum sem ég get kallað litla bróður, þrátt fyrir það að hann sé stærri, feitari og frekari en ég. Hann segir auðvitað að þessi lýsing eigi við mig og þess vegna þori hann aldrei að vera með neitt vesen við mig! Hver ætli trúi því eiginlega? En það hefur ekki reynt á þetta undanfarna áratugi þar við höfum verið í sitt hvorri heimsálfunni. Við sendum honum ástarkveðjur og vonum að ekki líði á löngu þar til við hittumst til að spjalla um lífið og tilveruna eins og okkur einum er lagið.
3 Comments:
Ég skila einnig kveðju til Gvendar. Þetta er frábært mynd af honum. Það er spurning hvort að við ættum ekki að fara að safna í hópferð til að heimsækja kallin. Hann hefði gott að fá í heimsókn kvenskörungar fjölskyldunnar til að stríða honum svolítið og einni er hann er orðinn svo gamall :-)
Alla vega skilst mér það að það eru aðeins örfá ár í eftirlaunaárin hjá honum.
Kv. Þórhildur
Mér líst alveg ágætlega á þessa hugmynd hjá þér Þórhildur. Við ættum nú bara öll að skella okkur í einu til þeirra og halda heljarinnar veislu og rugla í kollinum á honum.
Er annars ekki nóg pláss í þessu stóra húsi þeirra??
Kristín
Hvar í fjandanum fannstu þessa snilldarmynd af kauða! Ég hélt að finna mynd af Gvendi væri eins og finna nál í heystakki!!
Kv
Hulda Katrín
Skrifa ummæli
<< Home