Annar í afmæli...
Fyrsta afmælisbarn mánaðarins er Helgi! Hann fær hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið frá fjölskyldunni, mér, börnum og barnabörnum. Við erum mjög glöð að hann er komin í lag aftur og vonumst til að eiga mörg, mörg frábær ár í viðbót með honum. Það verður engin stórveisla þetta árið, þó svo að það sé virkilega tilefni til þess. Í tilefni afmælis voru eldaðar andabringur með aðalbláberjasósu, sem bornar voru fram með steiktum kartöflum og hunangsgljáðum sætum kartöflum.
Blogguppskriftin
Andabringur a la Auður et Gordon Ramsey
2 andabringur uþb 200g hvor
Sjávarsalt, pipar
Mælt er með því að byrja að kokka meðlætið.
Smjörsteiktar kartöflur
3-4 vænar kartöflur skrældar og skornar í 2-2 ½ cm sneiðar. Soðnar í kjúklingasoði í10 -12 mín, látið síga af þeim í sigti. Geymið soðið. Eftir að þær eru soðnar (al dente), er 1- 2 msk smjör brætt í pönnu eða potti, krömdu, óskrældu hvítlauksrifi bætt í ásamt smávegis af timian og rósmarín. Þegar smjörið freyðir eru kartöflunum raðað á og síðan steikt í 4-5 mín við meðalhita. Þá er kartöflum snúið við og steiktar á hinni hliðinni í 3-4 mín.
Gljáðar sætar kartöflur eða rófur
1 lítil rófa eða 1 lítil sæt kartafla skræld og skorin í litla ferninga ca 2 cm á kant. Soðið í saltvatni. Rófur í 10 mín en sætar kartöflur í 5-6 mín. Síið vatnið af grænmetinu og leyfið að þorna smástund í sigti. Uþb 1 msk af smjöri brætt í potti, 1-2 tsk af hunangi og ½ tsk af rifnu fersku engifer bætt út. Bitunum velt upp úr í örfáar mínútur.
Andabringur
Meðan grænmetið soðnar er tilvalið að steikja bringurnar. Skáskerið í fituna með stuttu millibili. Leggið bringurnar á skinnhliðina í kalda pönnu og látið steikjast við meðalháan hita í 6-8 mín. Snúið við og steikið á kjöthlið í 1 mín. Saltið skinnhliðin og piprið. Sett inn í ofn í 6-8 mín við 200°hita. Eftir það eru bringurnar látnar jafna sig í nokkrar mín undir álpappír eða viskustykki. Á meðan bringurnar eru í ofninu er fitunni hellt af pönnunni, hálft glas af rauðvíni hellt út á og látið sjóða niður um helming. Heilt glas af kjúklingasoðinu (sem kartöflurnar voru soðnar í) hellt út í ásamt 100g af bláberjum. Látið sjóða áfram í 4 mín. Þykkið aðeins með 2 msk af smjöri eða maizena.
Grænmetinu skipt á tvo diska. Sósu hellt á diskana og ofan á hana andabringu sem er búið að skera gróft niður. Aftur ca 2 cm sneiðar. Þessi uppskrift dugar fyrir tvo.
Verði ykkur að góðu.

Andabringur a la Auður et Gordon Ramsey
2 andabringur uþb 200g hvor
Sjávarsalt, pipar
Mælt er með því að byrja að kokka meðlætið.
Smjörsteiktar kartöflur
3-4 vænar kartöflur skrældar og skornar í 2-2 ½ cm sneiðar. Soðnar í kjúklingasoði í10 -12 mín, látið síga af þeim í sigti. Geymið soðið. Eftir að þær eru soðnar (al dente), er 1- 2 msk smjör brætt í pönnu eða potti, krömdu, óskrældu hvítlauksrifi bætt í ásamt smávegis af timian og rósmarín. Þegar smjörið freyðir eru kartöflunum raðað á og síðan steikt í 4-5 mín við meðalhita. Þá er kartöflum snúið við og steiktar á hinni hliðinni í 3-4 mín.
Gljáðar sætar kartöflur eða rófur
1 lítil rófa eða 1 lítil sæt kartafla skræld og skorin í litla ferninga ca 2 cm á kant. Soðið í saltvatni. Rófur í 10 mín en sætar kartöflur í 5-6 mín. Síið vatnið af grænmetinu og leyfið að þorna smástund í sigti. Uþb 1 msk af smjöri brætt í potti, 1-2 tsk af hunangi og ½ tsk af rifnu fersku engifer bætt út. Bitunum velt upp úr í örfáar mínútur.
Andabringur
Meðan grænmetið soðnar er tilvalið að steikja bringurnar. Skáskerið í fituna með stuttu millibili. Leggið bringurnar á skinnhliðina í kalda pönnu og látið steikjast við meðalháan hita í 6-8 mín. Snúið við og steikið á kjöthlið í 1 mín. Saltið skinnhliðin og piprið. Sett inn í ofn í 6-8 mín við 200°hita. Eftir það eru bringurnar látnar jafna sig í nokkrar mín undir álpappír eða viskustykki. Á meðan bringurnar eru í ofninu er fitunni hellt af pönnunni, hálft glas af rauðvíni hellt út á og látið sjóða niður um helming. Heilt glas af kjúklingasoðinu (sem kartöflurnar voru soðnar í) hellt út í ásamt 100g af bláberjum. Látið sjóða áfram í 4 mín. Þykkið aðeins með 2 msk af smjöri eða maizena.
Grænmetinu skipt á tvo diska. Sósu hellt á diskana og ofan á hana andabringu sem er búið að skera gróft niður. Aftur ca 2 cm sneiðar. Þessi uppskrift dugar fyrir tvo.
Verði ykkur að góðu.
2 Comments:
Til hamingju með afmælið Helgi. Frábært að aðgerðin gekk svona vel. Bestu kveðjur, Þórhldur
Síðbúnar afmæliskveðjur að sunnan frá Þórdísi og co!
Skrifa ummæli
<< Home