Ein með öllu...

Hér er fullt hús í orðsins fyllstu merkingu. Kristín með Helga Hrafn og Birtu, Jón og Gerður með Rebekku og afinn og amman mjög stolt af öllum mannskapnum. Það var mikið spennufall á miðvikudaginn þegar allir voru komnir.


Blogguppskriftin
Gigot provencal (Ofnbakað lambalæri frá Provence)
6 heilir hvítlaukar
2 vænir kryddvöndlar búnir til úr steinselju, timian, rósmarín og lárviðarlaufum
2 msk olífuolía
1 lambalæri, fituhreinsað. Mjaðmabein fjarlægt og og bundið í rúllu og skankabein látið standa upp úr.
Skerið uþb 1/3 ofan af hvítlaukunum. Setjið í steikarfat og látið skorna hlutann vísa upp. Setjið smá af olífuolíu ofan á þá. Leggið kryddvöndlana í ofnskúffuna. Lærið nuddað vel með olíu, saltað og piprað vel. Það er síðan sett á grind ofan á og steikt við 220°C. Miðað er við 10 til 12 mín á kg fyrir medium rare og 15 mín á kg fyrir medium. Snúið lærinu nokkrum sinnum á meðan steikingu stendur. Fjarlægið lærið úr ofninum, kryddið aftur vel og setjið álpappír yfir. Leyfið því að standa í alla vega 25 mín og jafnvel allt að 1 klst. Það má láta það standa í kólnandi ofninum. Á meðan búum við til sósu. Kryddvöndlunum er hent og steikarskúffan er sett yfir hita eða innihaldi hennar hellt í pott. Losið vel um allt brúnað sem er fast í skúffunni. Sjóðið niður þar til vökvinn er næstum því karmelliseraður. Hreinsið fitu af soðinu og bætið við nokkuð mörgum msk af heitu vatni eða eftir smekk. Kalt vatn gerir vökvann gruggugan. Látið sjóða þar til sósan hefur þykknað aðeins. Soðinu hellt í sósuskál. Skerið kjötið í mjög þunnar sneiðar og berið fram umkringt hvítlaukum. Gúmmulaðið úr laukunum er mjög gott með steikinni. Kartöflur brúnaðar í olíu og msk af hlynsýrópi er mjög góðar með. Að öðru leyti læt ég ykkur um meðlætið. Dugar fyrir, ja það fer eftir því hversu stórt lærið er.
3 Comments:
Sæl
Gaman að heyra að það er stuð á liðinu á Akureyri. Það kemur fiðringur í amgann að sjá ykkur skemmta ykkur svona vel og maður sér nú eftir að hafa ekki skellt sér norður til ykkar.
Það verður líka grillað lambalæri hjá okkur í kvöld. Það heitir ekki neinu fancy nafni heldur bara "lambalæri kryddað með þeim kryddum sem til eru uppi í skáp (og ekki komin fram yfir síðasta söludag) og við höldum að passi með". Ég held að ykkar uppskrift eigi örugglega eftir að heppnast betur en það:) Annars þá ímyndum við okkur bara að við séum öll saman í kvöld þegar við troðum lambalærinu í okkur:)
Bestu kveðjur,
Guðrún Björk
Takk fyrir kveðjuna og við munum hugsa til ykkar í neyslunni á vegalambinu í kvöld. Kíkið líka endilega á nýju myndirnar sem Helgi setti inn á. Meðal annars glæný mynd af Dísu mágkonu. Bestu kveðjur til ykkar kæru ættingjar og vinir.
Ég vil nú bara óska ykkur góðra skemmtunar,,með alla kiðlingana hjá ykkur! Ég frétti nú slúðursögu um það að Gvendur fékk líka alla sína fjölskyldu í heimsókn yfir helgina vegna stórafmælis hjá henni Dísu!Við hin sem erum eftir í stórborginni,erum búin að hafa það fínt hérna, mikið borðað, drukkið,,og horft á rigninguna streyma niður gluggan!
Skrifa ummæli
<< Home