fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Afmælismánuðurinn mikli...


Við óskum afmælisbörnum ágústmánaðar innilega til hamingju með afmælin. Dísa mágkona reið á vaðið með fimmtugsafmæli 2. ágúst, síðan kom Hulda Kata og varð 27 ára þann 15. ágúst og Þórdís systir rekur lestina 19. ágúst. Ég þori ekki að segja hversu gömul hún er, en æviárin hennar eru jafnmörg og árin sem við Helgi erum búin að þekkjast. En í dag er líka sjöundi afmælisdagurinn hennar Rebekku minnar og við sendum henni ástarkveðjur frá okkur öllum. Hún er nýfarin suður eftir tveggja vikna dvöl með okkur föðurfólkinu sínu. Hún og Birta voru eins og samlokur sem varla var hægt að ná í sundur. Þær gistu saman, lékju sér úti og inni, veiddu saman, skemmtu sér og enduðu með að halda upp á afmælið hennar Rebekku á sunnudaginn var. Amma og afi eru búin að hafa mikla ánægju af hópnum sínum. Hér er sól og tiltölulega stillt en norðanvindurinn er kaldur. En krakkarnir nota síðustu frídagana sína til að leika sér út um allt hverfi. Berin verða svo orðin þroskuð í næstu viku og þá förum við í berjamó. En mannlífið hér er samt á ljúfu nótunum eftir gríðarlegan gestagang í héraðinu undanfarinn hálfan mánuð. Við setjum ekki neina uppskrift inn í dag en stingum upp á sunnlenskum flatkökum með norðlensku hangikjöti. Ekki skaðar að fá sér nýjustu útgáfuna af kartöflusalati með eplum sem er nýkomið í Bónus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home