Komin heim...

Það er merkisdagur í dag. Helga Kristín systir mín útskrifast sem sjúkraliði. Norðlenski hluti fjölskyldunnar óskar henni innilega til hamingju með áfangann og óskar henni allra heilla í starfi eða frekara námi. Við erum virkilega stolt af árangri hennar. Um leið óskum við henni og Stebba góðrar ferðar til Tyrklands n.k. mánudag. Ég veit að í tilefni dagsins ætla systur mínar og fylgilið að hittast í Kópavoginum, horfa á Eurovision og borða saman. Við verðum með þeim í anda og skálum fyrir þeim þegar líður á þáttinn.
Við erum komin heim í heiðardalinn og við erum mjög glöð. Rúmin okkar, stólarnir og mátuleg hlýja í húsinu okkar. Gaman að hitta vini og kunningja aftur, hlú að fjölskyldunni og vera glaður yfir því hvað tilveran er stórkostleg. Það er að vísu skítkalt úti í dag en loftið er ferskt. Eina sem við söknum að ráði frá Spáni, er grænmetið og ávextirnir. Í stað þess að vera með hrúgurnar af velþroskuðu grænmeti, þá erum við að velta hálfþroskuðu dóti á milli handanna og reyna að giska á hvenær það verði orðið gott til átu. En við lærðum líka að láta okkur nægja það sem væri á boðstólum hverju sinni. Svo við skellum okkur yfir á vetrarnýtingu afurðanna á spánska vísu.

Til að minna okkur á sólina látum við fylgja mynd af Rebekku Rut í Flamencokjól frá Spáni.
1 Comments:
Rosalega er hún Rebekka flott í flamengókjól, Birta er búin að sjá myndina og er mjög spennt yfir að fá sinn kjól þegar hún kemur til ykkar.
Við horfðum hér á júróvisíón í gærkvöldi en þetta var nú bara eins og 10 litlir negrastrákar þar sem einn á fætur öðrum fór að sofa þar til aðeins var eftir einn, það er að segja moi.
Hafið það gott og njótið þess að vera komin heim
Kristín og og grísirnir þrír
Skrifa ummæli
<< Home