Nú hitnar í kolunum....
Nú er farið að hitna verulega. Í dag var 23° hiti og sól skein í heiði. Upp úr hádegi var vaskasta liðið komið í sólbað eða var úti að ganga mjög fáklætt. Hundar lágu afvelta af hita. Hvernig verður þetta eiginlega þegar kemur fram í apríl og hitinn fer yfir 30°? Við fórum í göngutúrana okkar í morgun. Helgi í tvo tíma og ég í rúman hálftíma. Síðan var farið í vikulegan innkaupatúr og matur keyptur til næstu daga. Eftir hádegismat þá var flúið í hús og lagst í siestu og þá er lesið. Hér kosta vasabækur ekki nema fjórðung af því sem þær kosta heima, svo hér er búið að lesa marga krimma með mikilli ánægju. Svo ekki sé minnst á spánskar matreiðslubækur. Þær eru líka lesnar með mikilli ánægju og við erum í stöðugum tilraunum. Við eldum þó aftur og aftur Pollo en chilinendrón eða kjúkling í paprikusósu og erum algjörlega fallin fyrir þeirri uppskrift. Þetta er frumraun mín í bloggheimum og ég veit ekki alveg hvernig mér gengur að koma þessu saman en við sjáum til.
Blogguppskriftin
Pollo chiliendrón
1 lítill (1- 1 ½ kg) kjúklingur hlutaður í bita eða vænn pakki af kjúklingalærum og leggjum.
6 msk olífuolía
2 msk af hráskinku eða beikoni í smáum bitum
1 laukur skorinn í þunnar sneiðar
3-4 hvítlauksrif, skræld og skorin í þunnar sneiðar
3 vænar rauðar paprikur, kornhreinsaðar og skornar í mjóar lengjur.
3 stórir tómatar rifnir á rifjárni eða 1 dós af niðursoðnum tómötum (450 g).
1-2 lárviðarlauf
2-3 negulnaglar
Lítil kanelstöng eða hálf venjuleg
2-3 þurrkuð smáchili, kornin fjarlægð og þau mulin (má sleppa chilinu og nota pipar)
Þurrkið kjúklingabitana vel. Hitið olíuna á vænni pönnu og brúnið þá léttilega í ca 5 mín. Teknir upp og settir til hliðar. Setjið skinku, lauk, hvítlauk og papriku á pönnuna og steikið við meðalhita í ca 10 mín eða þar til grænmetið hefur brúnast (karmeliserast) svolítið. Bætið tómötum, lárviðarlaufi, negul, kanel og chili við, bætið kjúklingabitunum út í og saltið svolítið, ekki of mikið. Sjóðið við vægan hita þangað til sósan verður lík sultu, svona 50 – 60 mín. alls. Fylgist vel með síðustu 10 mín. Borið fram með fullt af góðu brauði til ná allri sósunni!!!
Við prófuðum þessa uppskrift í hálfgerðu bríaríi og kolféllum fyrir henni. Við notuðum lítil græn fersk chili og það var mjög gott. Þau eru ekki sterkari en svo en það er í lagi að smakka á þeim. Það sveið bara í örstutta stund. Ef menn vilja nota þetta sem tapas þá er kjúklingurinn hlutaður í fleiri hluta. Hver bringa í amk 6 bita, læri og leggir höggvin í tvennt með stórum hníf sem slegið er á með t.d. kjöthamri. Það er spánska aðferðin skv. bókinni.
Verði ykkur að góðu.
Blogguppskriftin
Pollo chiliendrón
1 lítill (1- 1 ½ kg) kjúklingur hlutaður í bita eða vænn pakki af kjúklingalærum og leggjum.
6 msk olífuolía
2 msk af hráskinku eða beikoni í smáum bitum
1 laukur skorinn í þunnar sneiðar
3-4 hvítlauksrif, skræld og skorin í þunnar sneiðar
3 vænar rauðar paprikur, kornhreinsaðar og skornar í mjóar lengjur.
3 stórir tómatar rifnir á rifjárni eða 1 dós af niðursoðnum tómötum (450 g).
1-2 lárviðarlauf
2-3 negulnaglar
Lítil kanelstöng eða hálf venjuleg
2-3 þurrkuð smáchili, kornin fjarlægð og þau mulin (má sleppa chilinu og nota pipar)
Þurrkið kjúklingabitana vel. Hitið olíuna á vænni pönnu og brúnið þá léttilega í ca 5 mín. Teknir upp og settir til hliðar. Setjið skinku, lauk, hvítlauk og papriku á pönnuna og steikið við meðalhita í ca 10 mín eða þar til grænmetið hefur brúnast (karmeliserast) svolítið. Bætið tómötum, lárviðarlaufi, negul, kanel og chili við, bætið kjúklingabitunum út í og saltið svolítið, ekki of mikið. Sjóðið við vægan hita þangað til sósan verður lík sultu, svona 50 – 60 mín. alls. Fylgist vel með síðustu 10 mín. Borið fram með fullt af góðu brauði til ná allri sósunni!!!
Við prófuðum þessa uppskrift í hálfgerðu bríaríi og kolféllum fyrir henni. Við notuðum lítil græn fersk chili og það var mjög gott. Þau eru ekki sterkari en svo en það er í lagi að smakka á þeim. Það sveið bara í örstutta stund. Ef menn vilja nota þetta sem tapas þá er kjúklingurinn hlutaður í fleiri hluta. Hver bringa í amk 6 bita, læri og leggir höggvin í tvennt með stórum hníf sem slegið er á með t.d. kjöthamri. Það er spánska aðferðin skv. bókinni.
Verði ykkur að góðu.
2 Comments:
Til lukku með bloggsíðuna!
Þetta lofar aldeilis góðu og ég mun setja þig í linkana mína þegar ég kem heim í kvöld.
Það er nú aldeilis,,til hamingju með það vera komin í bloggarahópin!
kveðja
Hulda katrín
Skrifa ummæli
<< Home